Innlent

Sjúklingum ekki mismunað

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir telur að ekki sé verið að mismuna sjúklingum varðandi aðgang að nýju lyfi fyrir MS-sjúklinga. Sérfræðingur á taugadeild Landspítalans kennir aðstöðuleysi um að ekki hefur tekist að gefa öllum lyfið sem talið er að hefðu gagn af því.

Haukur Hjaltason sérfræðingur í taugalækningum á Landsspítalanum segir að það sé fyrst og fremst aðstöðuleysi sem ráði því að ekki hafi tekist að meðhöndla fleiri sjúklinga með Tysabri lyfinu, en nú séu 27 sjúklingar í lyfjameðferðinni. Það sé plássleysi á dagdeild taugadeildar.

Ef aðstaðan væri til staðar yrði fleirim gefið lyfið, en við núverandi aðstæður sé ekki hægt að sinna fleiri sjúklingum. Hver sjúklingur er í þrjá til fjóra tíma á deildinni vegna lyfjagjafarinnar og þarf að koma í hana á fjögurra vikna fresti.

Haukur segir að ef aðstaðan yrði bætt þyrfti einnig að fjölga því fólki sem sér um meðferðina. Það sé verið að skoða hvort hægt sé að bæta aðstöðuna.

Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að alltaf myndist biðlisti við allar nýjar meðferðir og vissulega gætu aðstæður á Landsspítalanum verið betri

Matthías segir að aðstæður muni batna í október og telur að allir þeir sem meðferðin gagnist muni fá lyfið. Hlutfallslega fleiri fái lyfið hér en á Norðurlöndunum. Enginn íslensku sjúklinganna hefur fengið alvarlegar aukaverkanir af lyfinu en nokkur slík tilefelli hafa komið upp, nú síðast fyrir skömmu í Bandaríkjunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×