Innlent

Árni sækist ekki eftir forstjórastöðunni

Árni Mathiesen fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen fjármálaráðherra.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, sækist ekki eftir því að verða næsti forstjóri Landsvirkjunar en undanfarið hefur hann verið orðaður við stöðuna.

Staðan var auglýst til umsóknar í byrjun september en Friðrik Sophusson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Umsóknarfresturinn var nýverið framlengdur og rennur hann út á föstudaginn.

,,Ég hef ekki sóst eftir því og ég á ekki vona á því að mér verði boðinn staðan," sagði Árni í Kastljósþætti á Rúv fyrr í kvöld þegar hann var spurður af því hvort hann væri að hætta í stjórnmálum til að geta tekið við forstjórastöðu Landsvirkjunar. Hann sagði umræðuna um allt annað vera uppspuna.

Þá sagðist Árni ekki vita til þess að hann væri að hætta sem ráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×