Sport

Japanskur sigur í 200 metra bringusundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kitajima í sundinu í nótt.
Kitajima í sundinu í nótt.

Japaninn Kosuke Kitajima synti til sigurs í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Peking. Hann kom í mark á 2:07,64 mínútum sem er nýtt Ólympíumet.

Kitajima er mjög umdeildur sundmaður en margir vilja meina að fótahreyfingar hans í bringusundinu séu ólöglegar, þær geti ekki flokkast undir bringusund.

Það kom þó ekki í veg fyrir að hann næði í gullverðlaun í nótt. Brenton Rickard frá Ástralíu hlaut silfur og Hugues Duboscq frá Frakklandi brons en hann setti Evrópumet.

Kitajima vann einnig gull í 100 metra bringusundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×