Innlent

Kreppan ekki tæki til að slaka á í umhverfisvernd

Kreppan er ekki tæki til að slaka á í umhverfisvernd, segir framkvæmdastjjóri Vottunarstofunnar Túns. Hann varar við því í stóriðjumálunum að stjórnmálamenn láti umhverfismál mæta afgangi.

Umræða hefur farið fram á Alþingi og fleiri stöðum um að besta leiðin út úr kreppunni sé að auka stóriðjuvinnslu. Norðlenskir stjórnmálamenn hafa sagt að reglur um umhverfismat séu of flóknar og seinki um of framkvæmdum við álver á Bakka.

Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns, telur hins vegar að sóknarfæri íslendinga liggi í hinu vistvæna og umhverfisvæna en Tún hefur nýverið veitt viðurkenningar fyrir lífræna ræktun og náttúrunýtingu. Hann varar eindregið við að gefinn verði afsláttur á umhverfinu, burtséð frá kreppu eða ekki.

Hann segir enn fremur engan neyðarrétt geta stytt Íslendingum leið í stóriðjumálunum.

Comment:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×