Lífið

Útgáfupartí í Sirkusportinu í kvöld

Frá fyrsta útgáfupartíi Rafskinnu í fyrra.
Frá fyrsta útgáfupartíi Rafskinnu í fyrra.

Annað tölublað sjónritsins Rafskinnu kemur út í dag. Af því tilefni verður efnt til útgáfufagnaðar í nýskreyttu Sirkusportinu á horni Laugavegs og Klapparstígs.

Herlegheitin hefjast klukkan 17 og hljómsveitin Hjaltalín mun leika nokkur lög auk þess sem Árni+1 og Stuart Rogers þeyta skífum. Hönnunarfyrirtækið Borðið treður einnig upp með sérhannaðan timburís í samvinnu við landsliðskokkinn Gunnar frá Vox.

Sjónritið Rafskinna (tímarit á DVD mynddiski) er hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og eru meginefnistök tímaritsins íslensk samtímalist og menning með áherslu á grasrótina. Fyrsta tölublaðið kom út fyrir rétt um ári síðan og þá var þema blaðsins fiskur en að þessu sinni er þemað hús.

Meðal efnis í nýja tímaritinu er fræðsluþáttur Bigga veiru úr Gus Gus um hústónlist, ferð múm á húsbíl um Reykjavík og tónlistarmyndbönd með til dæmis Arcade Fire, Björk og Grizzly Bear.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.