Innlent

Langur þingfundur fram undan

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Þingfundur hófst í dag klukkan tíu og bíður ærið verk þingmanna þar sem 57 mál eru á dagskrá.

Fyrsta málið sem tekið var fyrir var atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um orku- og auðlindafrumvarp iðnaðarráðherra. Í kjölfar þess tekur við atkvæðagreiðsla um fjölmörg önnur frumvörp og þingsályktunartillögur. Þá hefur verið boðuð utandagskrárumræða um hleranir á tímum kalda stríðsins klukkan sex í dag. Málshefjandi er Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, og til andsvara verður Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Búast má við að þingfundur standi fram á kvöld eða nótt en stefnt er að því að fresta þingfundum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×