Innlent

Læknar hóta verkfalli

Aðalfundur Læknafélags Íslands var haldinn í Kópavogi í dag. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við stjórn og samninganefnd félagsins í yfirstandandi kjaradeilu og heimilar þessum aðilum að hafa forgöngu um nauðsynlegar aðgerðir lækna til að ná fram ásættanlegum samningi við fjármálaráðherra.

"Fullur stuðningur er við það meðal lækna að fylgja kröfum sínum eftir með aðgerðum ef nauðsyn krefur," segir í ályktun félagsins.

Þá lýsti fundurinn áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar sem nú er hafin ef laun lækna verða ekki samkeppnishæf við laun lækna í nágrannaríkjum.

"Gæði hinnar íslensku heilbrigðisþjónustu byggja ekki síst á framúrskarandi menntun og metnaði íslenskra lækna. Því er ekki að treysta að íslenskir læknar snúi heim til Íslands í framtíðinni eftir langt nám á erlendri grundu ef þeim er mætt af óbilgirni og ætlast er til meiri kjaraskerðingar af þeim en öðrum stéttum."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×