Sport

Heimamenn sigursælir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kínverjar hafa einokað gullverðlaunin í dýfingum.
Kínverjar hafa einokað gullverðlaunin í dýfingum.

Kínverjar hafa unnið flest gullverðlaun af þeim þjóðum sem keppa á Ólympíuleikunum í Peking eða alls 17.

Hinsvegar hafa Bandaríkjamenn unnið til flestra verðlauna í heildina.

Á miðvikudeginum sópuðu Kínverjar að sér verðlaunum. Kína vann í liðakeppni kvenna í fimleikum en konurnar fetuðu þar með í fótspor karlpeningsins sem vann gull á þriðjudag.

Í dýfingakeppninni hafa Kínverjar verið sigursælir og tekið öll gullverðlaunin hingað til.

Chen Ying vann á miðvikudag keppni í skammbyssuskotfimi kvenna og þá vann Liu Chonghong gull í 69 kílógramma flokki kvenna í lyftingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×