Erlent

Fyrstu geimfeðgarnir

Óli Tynes skrifar

Bandaríski auðkýfingurinn Richard Garriott borgaði fúlgur fjár í fargjald með rússnesku geimfari sem skotið var á loft í Kasakstan í dag. Geimfarið er á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og Garriott mun dveljast þar í tíu daga.

Um borð í geimfarinu eru einnig einn rússneskur og einn bandarískur geimfari. Þeir munu leysa af tvo áhafnarmeðlimi geimstöðvarinnar, sem munu snúa til jarðar með Garriott. Alvöru geimfararnir munu dvelja í stöðinni næstu mánuðina.

Meðal þeirra sem fylgdust með geimskotinu var Owen Garriott, sem fór í tvær geimferðir á árum kalda stríðsins. Það voru bandarískir skattgreiðendur sem stóðu undir kostnaði við þær.

Garriott nældi sér hinsvegar í farareyri með hönnun og sölu á tölvuleikjum og veit ekki aura sinna tal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×