Innlent

Fjármálastjórinn endurgreiddi féð

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ.

Fyrrverandi fjármálastjóri Garðabæjar sem var uppvís í byrjun ágúst að hafa dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkra mánaða tímibili hefur endurgreitt bæjarfélaginu féð. Maðurinn millifærði upphæðir úr bókhaldi bæjarins inn á eigin reikning.

Fjármálastjórinn sem lét strax af störfum gekkst við því að um óheimila ráðstöfun hafi verið að ræða og í framhaldinu undirritaði hann greiðslutryggingu til Garðabæjar.

,,Allt hefur verið endurgreitt og að okkar hálfu er málinu lokið," segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, og bætir við að málið hafi verið skoðað ofan í kjölinn og farið hafi verið yfir bókhald bæjarfélagsins.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að málið sé í rannsókn og óvíst sé hvenær henni ljúki.










Tengdar fréttir

Fingralangur fjármálastjóri komst ekki í fé skáta

Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi, segir að Alfreð Atlason, fyrrverandi fjármálastjóri Garðarbæjar sem hefur verið uppvís að draga sér 9,2 milljónir, hafi ekki prófkúru hjá Bandalagi íslenskra skáta þar sem hann er gjaldkeri.

Fjármálastjóri Garðabæjar dró sér níu milljónir

Fjármálastjóri Garðabæjar hefur látið af störfum eftir að í ljós kom að hann hefði dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkurra mánaða tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjóra Garðabæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×