Erlent

Listi yfir látna vikulega vegna fjársvika

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þjóðskrár Bretlands, Skotlands og Wales hyggjast taka upp þá starfsreglu að senda dulkóðaðan lista yfir nöfn og kennitölur þeirra sem deyja í hverri viku til banka og lánastofnana til að fyrirbyggja sviksamlega notkun á nöfnum þeirra og persónueinkennum.

Töluvert er um það að óprúttnir aðilar noti nöfn látinna aðila til að opna bankareikninga og framkvæma alls kyns fjármálagerninga áður en upplýsingar um andlátið skila sér inn í tölvukerfi banka og annarra stofnana. Talið er að fjársvik vegna notkunar á persónueinkennum látinna einstaklinga nemi sem svarar um 200 milljörðum króna á ári í Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×