Innlent

Dæmigerð viðbrögð við jákvæðri athygli á náttúruvernd

Birgitta Jónsdóttir
Birgitta Jónsdóttir

Í Fréttablaðinu í dag birtist frétt um að ferðamenn laðist að Kárahnjúkum og að stíflan væri orðin að vinsælum ferðamannastað. Ein af rökum náttúruverndarsinna gegn stíflunni var hins vegar að hún spillti hinni hreinu ímynd sem Ísland hefði út á við. Birgitta Jónsdóttir, náttúruverndarsinni taldi fréttina dæmigerð neikvæð viðbrögð gegn hinni jákvæðu umræðu sem skapast hefur í kringum Náttúrutónleikana sem voru á laugardaginn.

,,Auðvitað er fínt að fólk fari á þetta svæði en það er einnig hægt að laða fólk þangað á annan hátt," sagði Birgitta í samtali við Vísi í dag. Hún taldi einnig dæmigerð rök fyrir virkjunum að í lagi væri að farga þeim svæðum sem fásótt væru. Að hennar mati væri svæði jafndýrmæt þó ferðamannafjöldi þangað væri ekki mikill og enn fremur þyrfti að huga vel að þeim viðkvæmu náttúruperlum sem væru fjölsóttar af ferðamönnum. ,,Það er sorglegt að við höldum að við séum ekki til nema einhverjir útlendingar viti af okkur," bætti Birgitta við.

Birgitta sagðist setja spurningamerki við tímasetninguna á þessari frétt og sagðist finna fyrir því að oft kæmi alda af neikvæðum fréttum þegar eitthvað jákvætt væri gert til að vekja athygli á náttúrunni. Hún hrósaði þeim sem stóðu að tónleikunum á laugardaginn og taldi þá umræðu hafa vakið athygli á öllum þeim náttúruperlum sem stæði til að virkja.

,,Það er nóg af stíflum um allan heim til að skoða," sagði Birgitta og nefndi að hún þekkti margt fólk sem ætti sér þann draum heitastan að koma til Íslands til þess að upplifa náttúruna en ekki til þess að skoða einhverjar virkjanir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×