Erlent

Um 70 látnir í Kirgisistan eftir jarðskjálfta

Frá Kirgisistan.
Frá Kirgisistan.

Um 70 manns létust og 50 eru slasaðir í Kirgisistan eftir að jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter skók Mið-Asíu.

Þá jafnaðist þorp í suðurhluta landsins, nærri landamærum Kína, við jörðu eftir því sem erlendir miðlar greina frá. Stjórnvöld hafa sent björgunarlið á vettvang en um þúsund manns búa í þorpinu. Rússar hafa þegar boðið fram aðstoð sína vegna skjálftans en fátækt í Kirgisistan er mikil. Skjálftans varð einnig var í Tadsjikistan og Úsbekistan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×