Erlent

Blóðbað í Kolombó í morgun

Hermenn á vettvangi tilræðisins í morgun.
Hermenn á vettvangi tilræðisins í morgun. MYND/AP

Tíu eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í miðborg Kolombó, höfuðborgar Srí Lanka, í morgun.

Árásarmaður á vélhjóli hlöðnu sprengiefni ók á rútu með lögreglumönnum og sprengdi sig í loft upp með þeim afleiðingum að sjö lögreglumenn og tveir borgarar létust auk hans sjálfs. Þá særðust yfir 90 manns í blóðbaðinu.

Sprengingin var svo öflug að nærstaddir héldu að um jarðskjálfta væri að ræða. Herinn á Srí Lanka telur að uppreisnarmenn úr röðum Tamíltígra hafi staðið fyrir árásinni en ófriðarsamt hefur verið í landinu undanfarna mánuði. Barátta Tígranna fyrir sjálfstæðu ríki hefur staðið í aldarfjórðung og er talið að um 70 þúsund manns hafi fallið á Srí Lanka vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×