Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Gunnar Einarsson bæjarstjóri skrifar 26. júlí 2008 06:00 Nauðsynlegt er að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það verður þó ekki gert með því að gefa öllum „frítt" í strætó. Bæta þarf rekstrarstöðu Strætó bs. og efla þjónustu fyrirtækisins til að laða að fleiri notendur. Ríki, sveitarfélög og notendur strætisvagna þurfa að leggja sitt af mörkum til að gera almenningssamgöngur að góðum valkosti á höfuðborgarsvæðinu. Með þessari grein er tilraun gerð til að fá málefnalega umræðu um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þátttöku ríkisins og rekstur Strætó bs. almennt. Þáttur ríkisinsÍ stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segir að ráðist verði í stórátak í samgöngumálum. Aukin áhersla verði lögð á almenningssamgöngur og að ríkisstjórnin muni beita sér sérstaklega fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Eins og staðan er nú hækka tekjur ríkisins af Strætó um leið og almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru styrktar. Tekjur ríkisins eru m.a. vegna bifreiðagjalda, virðisaukaskatts og tryggingagjalda launa og ríkið leggur ekki til almenningssamgangna nema endurgreiðslu á um 80% af olíugjaldi. Fram til þessa hefur ríkið verið áhugalaust um að taka þátt í eflingu almenningssamgangna. Viðkvæðið hefur verið að ekki sé um skylduverkefni ríkisins að ræða en reyndar eru almenningssamgöngur ekki skylduverkefni sveitarfélaganna heldur ef út í það er farið. Hinsvegar hefur ríkið áhuga á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og liður í því gæti verið, í samræmi við umhverfissjónarmið, að efla almenningssamgöngur. Í ágætri skýrslu starfshóps um eflingu almenningssamganga sveitarfélaga sem nú er til umfjöllunar í samgönguráðuneytinu er tíundað með hvaða hætti ríkið kemur að eflingu almenningssamgangna á Norðurlöndunum. Við þann yfirlestur má greina verulegan mun á afstöðu og þátttöku ríkisstjórna á Norðurlöndum til styrktar almenningssamgöngum í samanburði við Ísland. Í framangreindri skýrslu er einnig fjallað um þátttöku notenda á Norðurlöndum í rekstrarkostnaði og útboð á þjónustu, en yfirleitt er þjónustan boðin út. Á sama tíma og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru að óska eftir aukinni þátttöku ríkisins í rekstri er að sjálfsögðu hjákátlegt að samþykkja í stjórn Strætó afsal af tekjum í formi verkefnisins „frítt" í Strætó. „Frítt“ í strætó?Almenningssamgöngur þurfa að vera tíðar, fljótar, áreiðanlegar og þægilegar. Að mínu viti ráða þessir þættir mestu um hvort íbúar notar almenningssamgöngur, en ekki hvort þjónustan kostar t.d. 100 kr. á ferð fyrir aldurshópinn 6-18 ára líkt og núverandi gjaldskrá segir til um. Til að geta veitt góða þjónustu þurfa sveitarfélög, ríkið og notendur þjónustunnar að koma að borðinu. Á Norðurlöndum er þátttaka notandans frá 30-70% af heildarkostnaði við almenningsvagnakerfið. Sjaldgæft er að gefið sé „frítt" í strætó, hinsvegar eru afslættir til einstakra aldurshópa og vegna ferðamagns. Það vekur athygli að hlutfall farþegatekna er mjög lágt hjá Strætó bs. miðað við aðrar borgir og nágrannalöndin samanber nefnda skýrslu. Fyrir utan ávinninginn af kostnaðarþátttöku notandans til bættrar þjónustu er ávinningurinn einnig í formi virðingar fyrir þjónustunni og skýrra skilaboða til notenda um að gera kröfur um góða þjónustu. Samkvæmt úttekt sem Strætó lét gera fjölgaði farþegum úr hópi framhalds- og háskólanema um 8-12% eftir að þeir fengu „frítt" í strætó. Hvort sú aukning er eingöngu tilkomin vegna þess að „frítt" er í strætó er erfitt að meta. Aukinn rekstrarkostnaður einkabifreiða, umfjöllun og auglýsingar um ágæti notkunar strætó og fjölgun þeirra sem stunda nám á framhaldsstigi geta einnig útskýrt fjölgun farþega. Jafnframt má í þessu samhengi benda á þá „hættu" að færri nýti sér að hjóla eða ganga þegar þeir fá „frítt" í strætó. Færa má rök fyrir því að allar aðgerðir gegn einkabifreiðum auki notkun á almenningssamgöngum. Fulltrúi Garðabæjar í stjórn Strætó bs. sat hjá við afgreiðslu stjórnar á framhaldi á verkefninu „frítt" í strætó m.a. vegna þeirra raka sem koma fram hér að framan, en einnig til þess að vekja athygli á mjög erfiðri rekstrarstöðu Strætó bs. sem alls ekki má við skerðingu tekna af fargjöldum. Rekstur Strætó bs.Rekstur Strætó bs. er þungur. Á komandi árum má búast við að hann þyngist, m.a. vegna hærri rekstrarkostnaðar og aukinna krafna um þjónustu. Á árinu 2007 var heildarrekstrarkostnaður vegna reksturs Strætó bs. rétt rúmlega 3,0 milljarðar, en á móti koma tekjur af farmiðasölu um 670 milljónir. Framlög sveitarfélaganna með rekstrinum námu því um 2,3 milljörðum króna. Reykjavík, sem dæmi, greiddi til reksturs Strætó bs. samkvæmt þessu tæplega 1,7 milljarða króna árið 2007. Ef heldur sem horfir í rekstri Strætó bs. mun heildarrekstrarkostnaður verða um 5 milljarðar innan fárra ára og ef allir ættu að fá „frítt" þýðir það að Reykjavík þarf að borga um 3,2 milljarða árlega samkvæmt skiptareglu til reksturs Strætó bs. Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að veita sínum íbúum öllum „frítt" í strætó frá og með hausti. Einnig hefur núverandi borgarstjóri Reykjavíkur lýst sinni framtíðarsýn í þá átt að allir Reykvíkingar fái „frítt" í strætó fyrir lok kjörtímabilsins. Þessi sveitarfélög þurfa að kaupa farmiða samkvæmt gildandi gjaldskrá Strætó bs. fyrir sína íbúa þegar að þessari framkvæmd kemur, að öllu óbreyttu. Efling almenningssamgangnaTil að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu þarf margvíslegar aðgerðir sem ríki, sveitarfélög og notendur þurfa að koma að. Auka þarf forgang strætó í umferðinni, fjölga göngu- og hjólastígum, auðvelda tengingar milli bæjarfélaga og auka upplýsingaflæði til íbúa um leiðir og ávinning af notkun almenningssamgangna. Nauðsynlegt er að bæta rekstrarumhverfi Strætó bs. þannig að hægt verði að bjóða tíðar ferðir í þægilegum og öruggum vögnum. Þjónusta verður ekki bætt nema til komi aukinn stuðningur ríkisins, notendur greiði sanngjarnt farmiðagjald og að allur rekstur verði boðinn út.Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það verður þó ekki gert með því að gefa öllum „frítt" í strætó. Bæta þarf rekstrarstöðu Strætó bs. og efla þjónustu fyrirtækisins til að laða að fleiri notendur. Ríki, sveitarfélög og notendur strætisvagna þurfa að leggja sitt af mörkum til að gera almenningssamgöngur að góðum valkosti á höfuðborgarsvæðinu. Með þessari grein er tilraun gerð til að fá málefnalega umræðu um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, þátttöku ríkisins og rekstur Strætó bs. almennt. Þáttur ríkisinsÍ stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segir að ráðist verði í stórátak í samgöngumálum. Aukin áhersla verði lögð á almenningssamgöngur og að ríkisstjórnin muni beita sér sérstaklega fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Eins og staðan er nú hækka tekjur ríkisins af Strætó um leið og almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru styrktar. Tekjur ríkisins eru m.a. vegna bifreiðagjalda, virðisaukaskatts og tryggingagjalda launa og ríkið leggur ekki til almenningssamgangna nema endurgreiðslu á um 80% af olíugjaldi. Fram til þessa hefur ríkið verið áhugalaust um að taka þátt í eflingu almenningssamgangna. Viðkvæðið hefur verið að ekki sé um skylduverkefni ríkisins að ræða en reyndar eru almenningssamgöngur ekki skylduverkefni sveitarfélaganna heldur ef út í það er farið. Hinsvegar hefur ríkið áhuga á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og liður í því gæti verið, í samræmi við umhverfissjónarmið, að efla almenningssamgöngur. Í ágætri skýrslu starfshóps um eflingu almenningssamganga sveitarfélaga sem nú er til umfjöllunar í samgönguráðuneytinu er tíundað með hvaða hætti ríkið kemur að eflingu almenningssamgangna á Norðurlöndunum. Við þann yfirlestur má greina verulegan mun á afstöðu og þátttöku ríkisstjórna á Norðurlöndum til styrktar almenningssamgöngum í samanburði við Ísland. Í framangreindri skýrslu er einnig fjallað um þátttöku notenda á Norðurlöndum í rekstrarkostnaði og útboð á þjónustu, en yfirleitt er þjónustan boðin út. Á sama tíma og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru að óska eftir aukinni þátttöku ríkisins í rekstri er að sjálfsögðu hjákátlegt að samþykkja í stjórn Strætó afsal af tekjum í formi verkefnisins „frítt" í Strætó. „Frítt“ í strætó?Almenningssamgöngur þurfa að vera tíðar, fljótar, áreiðanlegar og þægilegar. Að mínu viti ráða þessir þættir mestu um hvort íbúar notar almenningssamgöngur, en ekki hvort þjónustan kostar t.d. 100 kr. á ferð fyrir aldurshópinn 6-18 ára líkt og núverandi gjaldskrá segir til um. Til að geta veitt góða þjónustu þurfa sveitarfélög, ríkið og notendur þjónustunnar að koma að borðinu. Á Norðurlöndum er þátttaka notandans frá 30-70% af heildarkostnaði við almenningsvagnakerfið. Sjaldgæft er að gefið sé „frítt" í strætó, hinsvegar eru afslættir til einstakra aldurshópa og vegna ferðamagns. Það vekur athygli að hlutfall farþegatekna er mjög lágt hjá Strætó bs. miðað við aðrar borgir og nágrannalöndin samanber nefnda skýrslu. Fyrir utan ávinninginn af kostnaðarþátttöku notandans til bættrar þjónustu er ávinningurinn einnig í formi virðingar fyrir þjónustunni og skýrra skilaboða til notenda um að gera kröfur um góða þjónustu. Samkvæmt úttekt sem Strætó lét gera fjölgaði farþegum úr hópi framhalds- og háskólanema um 8-12% eftir að þeir fengu „frítt" í strætó. Hvort sú aukning er eingöngu tilkomin vegna þess að „frítt" er í strætó er erfitt að meta. Aukinn rekstrarkostnaður einkabifreiða, umfjöllun og auglýsingar um ágæti notkunar strætó og fjölgun þeirra sem stunda nám á framhaldsstigi geta einnig útskýrt fjölgun farþega. Jafnframt má í þessu samhengi benda á þá „hættu" að færri nýti sér að hjóla eða ganga þegar þeir fá „frítt" í strætó. Færa má rök fyrir því að allar aðgerðir gegn einkabifreiðum auki notkun á almenningssamgöngum. Fulltrúi Garðabæjar í stjórn Strætó bs. sat hjá við afgreiðslu stjórnar á framhaldi á verkefninu „frítt" í strætó m.a. vegna þeirra raka sem koma fram hér að framan, en einnig til þess að vekja athygli á mjög erfiðri rekstrarstöðu Strætó bs. sem alls ekki má við skerðingu tekna af fargjöldum. Rekstur Strætó bs.Rekstur Strætó bs. er þungur. Á komandi árum má búast við að hann þyngist, m.a. vegna hærri rekstrarkostnaðar og aukinna krafna um þjónustu. Á árinu 2007 var heildarrekstrarkostnaður vegna reksturs Strætó bs. rétt rúmlega 3,0 milljarðar, en á móti koma tekjur af farmiðasölu um 670 milljónir. Framlög sveitarfélaganna með rekstrinum námu því um 2,3 milljörðum króna. Reykjavík, sem dæmi, greiddi til reksturs Strætó bs. samkvæmt þessu tæplega 1,7 milljarða króna árið 2007. Ef heldur sem horfir í rekstri Strætó bs. mun heildarrekstrarkostnaður verða um 5 milljarðar innan fárra ára og ef allir ættu að fá „frítt" þýðir það að Reykjavík þarf að borga um 3,2 milljarða árlega samkvæmt skiptareglu til reksturs Strætó bs. Kópavogur hefur tekið ákvörðun um að veita sínum íbúum öllum „frítt" í strætó frá og með hausti. Einnig hefur núverandi borgarstjóri Reykjavíkur lýst sinni framtíðarsýn í þá átt að allir Reykvíkingar fái „frítt" í strætó fyrir lok kjörtímabilsins. Þessi sveitarfélög þurfa að kaupa farmiða samkvæmt gildandi gjaldskrá Strætó bs. fyrir sína íbúa þegar að þessari framkvæmd kemur, að öllu óbreyttu. Efling almenningssamgangnaTil að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu þarf margvíslegar aðgerðir sem ríki, sveitarfélög og notendur þurfa að koma að. Auka þarf forgang strætó í umferðinni, fjölga göngu- og hjólastígum, auðvelda tengingar milli bæjarfélaga og auka upplýsingaflæði til íbúa um leiðir og ávinning af notkun almenningssamgangna. Nauðsynlegt er að bæta rekstrarumhverfi Strætó bs. þannig að hægt verði að bjóða tíðar ferðir í þægilegum og öruggum vögnum. Þjónusta verður ekki bætt nema til komi aukinn stuðningur ríkisins, notendur greiði sanngjarnt farmiðagjald og að allur rekstur verði boðinn út.Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun