Sport

Fraser vann 100 metra hlaup kvenna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shelly-Ann Fraser.
Shelly-Ann Fraser.

Jamaíka tók gullverðlaun bæði í karla- og kvennaflokki í 100 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum. Shelly-Ann Fraser vann í kvennaflokki í dag þegar hún hljóp á 10,78 sekúndum.

Sherone Simpson og Kerron Stewart deildu með sér silfurverðlaununum.

Eini Evrópubúinn sem komst í úrslit var Jeanette Kwakye frá Bretlandi og stóð hún sig betur en spáð var, kom í mark á 11,14 sekúndum sem er persónulegt met.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×