Innlent

Vilhjálmur segir krónuna ónýta og fjöldauppsagnir framundan

Peningastefna Seðlabankans er úr sér gengin og krónan ónothæf fyrir íslensk fyrirtæki að mati Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ástandið alvarlegt og að það eigi eftir að versna með tilheyrandi fjöldauppsögnum.

Vilhjálmur segir að krónan er orðin mjög ósamkeppnishæf sem gjaldmiðil fyrir íslenskt atvinnulíf. „Við sjáum bara hvernig krónan hefur flökt, veikst núna þannig að hún er veikari en hún hefur verið," segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur segir að þrátt fyrir allar þessar vaxtahækkanir sem áttu að ráða niðurlögum verðbólgunnar þá stöndum við uppi með gengið lægra en nokkru sinni fyrr, verðbólguna hærri en hefur verið frá 1990 þannig að

"þetta er bara búið spil með þessar vaxtahækkanir og með þessa peningastefnu og með þennan sjálfstæða gjaldmiðil með þessu hætti. Við þurfum að komast út úr þessu og þess vegna horfa margir á evruna.

Þetta þýðir einfaldlega að við sjáum fram á miklu fleiri uppsagnir heldur en eru komnar og haustið verður mjög slæmt ef ekki verður farið að rætast út úr þessu mjög hratt," segir Vilhjálmur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×