Innlent

Eyddi jólunum í að hjúkra veikum hrossum

Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar.
Árni Páll Árnason þingmaður Samfylkingar.

Eigendur hrossanna sem sýkst hafa af salmónellu í Mosfellsbæ hafa eytt stærstum hluta jólanna í að hjúkra hrossum sínum. Fjórtán hafa drepist og enn er tvísýnt með hátt í 30. Árni Páll Árnason þingmaður á tvö hross sem sýktust.

Það var á sunnudaginn sem sýkingin uppgvötaðist en þá fannst dauður hestur í hjörð sem var á útigangi við Kjalarnes. Strax var athugað hvort að eitthvað væri að hinum hestunum og kom þá í ljós að þau voru veik en alls voru hrossin fjörutíu. Hrossin voru flutt í Mosfellsbæ þar sem dýralæknar og eigendur þeirra hafa hlúð að þeim.

Einn þeirra er Árni Páll Árnason þingmaður

Hestarnir eru á bilinu fjögurra til fimmtán vetra og flestir tamdir. Hluti hrossanna er í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ en restin í húsi við bæinn Teig. Ekki er óttast að sýkingin berist í önnur dýr þar sem þau eru lokuð inni í sér húsum.

En dýralæknir undirstrikað mikilvægui þess að þeir sem umgangist dýrin gæti hreinlætis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×