Erlent

15 lík fundust undan ströndum Bahama

Björgunarsveitir fundu 15 lík undan ströndum Bahamaaeyja í dag en talið er að skip fullt af fólki sem ætlaði sér ólöglega til Bahama hafi farist um helgina. Þrír skipverjanna fundust á lífi.

Þeir sem lifðu af, Hondúrasmaður og tveir Haítibúar, fundust í sjónum 25 kílómetrum norðvestur af Nassau, höfuðborg Bahama. Niðamyrkur var úti enda nótt, en björgunarsveitir heyrðu óp þeirra og gátu þannig fundið þá.

Talið er að fólki sé stanslaust smyglað frá Haíti, sem er eitt fátækasta land þessa heimshluta, til Bahama. Stór hluti þessa fólks kemst aldrei á leiðarenda enda er oft siglt á fleyjum sem tæpast geta talist sjófær.

Björgunarsveitir frá Bahama leituðu að flaki hins saknað skips undan ströndum eyjanna í dag en fundu ekkert. Ólíklegt er að fleiri hafi komist líf af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×