Erlent

Kínversk herskip verjast sómölskum sjóræningjum

Sómalskur sjóræningi
Sómalskur sjóræningi

Þrjú kínversk herskip sigldu af stað frá Kína til Sómalíu í morgun. Verkefni hermanna um borð er að halda til undan strönd Afríkuríkisins og verja kínversk skip sem fara þar hjá gegn árásum sjóræningja.

Sjórán undan strönd Sómalíu hafa verið tíð á árinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar senda herskip til að taka þátt í aðgerðum utan Kyrrahafs.

Herskip frá fjölmörgum öðrum ríkjum eru einnig undan strönd Sómalíu.

Verkefnið er það sama og hjá Kínverjunum. Hermenn um borð í þýsku herskipi greindu frá því í gær að þeim hefði tekist að koma í veg fyrir að sjóræningjar rændu egypsku flutningaskipi nærri strönd Sómalíu. Japanar íhuga að senda herskip á svæðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×