Innlent

Alþjóðleg stemmning í fangageymslum nyrðra

Tveir drukknir útlendingar óku niður ljósastaur á Akureyri seint í gærkvöldi. Þrátt fyrir miklar skemmdir var bíllinn ökufær eftir atvikið og reyndu þeir að stinga af, en lögregla náði þeim og vistaði þá í fangageymslum.

Á tveimur sólarhringum hafa 17 manns verið vistaðir í fangageymslunum á Akureyri, þar af níu útlendingar frá þremur löndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×