Mikilvægi leikskólans á umbrotatímum Sverrir Sverrisson skrifar 8. desember 2008 06:00 Umræðan Leikskólar Það er fátt sem virðist ganga með eðlilegum hætti þessa dagana. Bankar fallnir, fyrirtæki riða til falls og atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot blasa við. Hver höndin upp á móti annarri og ásakanir og dylgjur fljúga um allt. Þau verða ófá fórnalömb þessara hamfara sem nú ríða yfir. Ef ekkert verður að gert er allt eins víst að þjóðin verði mörg ár að jafna sig eftir fjármálakreppuna miklu veturinn 2008-09. Ég vil með þessari grein beina sjónum að þeim sem óneitanlega eiga eftir að finna fyrir kreppunni, þótt á annan hátt verði - nefnilega börnin okkar. Því á erfiðum tímum er mikilvægast að huga að þeim sem eru berskjölduðust fyrir áhrifum þessara óvissu tíma. Það er skylda okkar að tryggja að börnin okkar verði ekki fórnarlömb þess darraðardans sem nú ríkir. Á undanförnum árum hafa leikskólarnir í landinu tekið stórtækum breytingum. Þeir hafa þróast úr gæsluvöllum þar sem börnin dvöldu að jafnaði í fjóra tíma á dag, oftast ekki lengur en einn til tvo vetur. Þar var eini fagmenntaði kennarinn oftast forstöðukonan. Nú er hins vegar algengt að börn byrji á leikskóla um átján mánaða gömul og að þau séu þar í nær tíu tíma á dag í allt að fjögur ár. Þetta þýðir í raun að leikskólinn hefur tekið að sér að gæta barnanna okkar lungann úr mikilvægasta mótunartíma ævi þeirra. Þar starfar nú orðið fjöldi velmenntaðra kennara sem kenna börnunum m.a. félagsfærni og samvinnu og efla með því ýmsa þroskaþætti þeirra, s.s. mál-, hreyfi- og félagsþroska, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að tryggja gott skólastarf í leikskólanum þurfum við á öllu okkar hæfasta fólki að halda. Það þarf að búa svo vel um hnútana að tryggt sé að sem bestur aðbúnaður sé ávallt fyrir hendi. Að þessu hefur verið unnið ötullega undanfarin ár. Með aukinni menntun leikskólakennara og endurskoðun á lögum um leikskóla hefur mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigs verið viðurkennt og fest í sessi. Árangri uppbyggingar undanfarinna ára má ekki fórna í augnabliks glundroða og fljótfærni. Nú er lag að styðja vel við leikskólann og huga að mikilvægi hans sem skjóli barna okkar fyrir áhrifum þeirra hremminga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Við þurfum á leikskólanum að halda þegar fólk missir vinnuna og áhyggjur af peningamálum hrannast upp. Þá er mikilvægt að fólk finni að það geti átt skjól fyrir börnin sín í leikskólanum. Skjól, þar sem börnin geta komið og dvalið í umhverfi þar sem hugað er að tilfinningalegu öryggi þeirra, skjól þar sem þau fá tækifæri til að vera börn í friði fyrir krepputali hinna fullorðnu, þar sem ríkir friður fyrir börnin til að læra, örugg í umhverfi sínu. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin læra að umgangast félagana af umburðalyndi og virðingu. Leikskólinn á að vera staður þar sem allir eru jafnir óháð uppruna eða efnahag. Það verður aðeins tryggt með hæfum kennurum sem starfa í þeirri fullvissu og stolti að þeirra mikilvæga starf sé metið að verðleikum, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að standa saman um laun kennara. Hvar í skólakerfinu sem þeir starfa og tryggja að launin séu með þeim hætti að í kennslustörfin raðist okkar hæfasta fólk. Fólk sem er tilbúið að gera kennslu og umönnun barna að ævistarfi sínu. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Leikskólar Það er fátt sem virðist ganga með eðlilegum hætti þessa dagana. Bankar fallnir, fyrirtæki riða til falls og atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot blasa við. Hver höndin upp á móti annarri og ásakanir og dylgjur fljúga um allt. Þau verða ófá fórnalömb þessara hamfara sem nú ríða yfir. Ef ekkert verður að gert er allt eins víst að þjóðin verði mörg ár að jafna sig eftir fjármálakreppuna miklu veturinn 2008-09. Ég vil með þessari grein beina sjónum að þeim sem óneitanlega eiga eftir að finna fyrir kreppunni, þótt á annan hátt verði - nefnilega börnin okkar. Því á erfiðum tímum er mikilvægast að huga að þeim sem eru berskjölduðust fyrir áhrifum þessara óvissu tíma. Það er skylda okkar að tryggja að börnin okkar verði ekki fórnarlömb þess darraðardans sem nú ríkir. Á undanförnum árum hafa leikskólarnir í landinu tekið stórtækum breytingum. Þeir hafa þróast úr gæsluvöllum þar sem börnin dvöldu að jafnaði í fjóra tíma á dag, oftast ekki lengur en einn til tvo vetur. Þar var eini fagmenntaði kennarinn oftast forstöðukonan. Nú er hins vegar algengt að börn byrji á leikskóla um átján mánaða gömul og að þau séu þar í nær tíu tíma á dag í allt að fjögur ár. Þetta þýðir í raun að leikskólinn hefur tekið að sér að gæta barnanna okkar lungann úr mikilvægasta mótunartíma ævi þeirra. Þar starfar nú orðið fjöldi velmenntaðra kennara sem kenna börnunum m.a. félagsfærni og samvinnu og efla með því ýmsa þroskaþætti þeirra, s.s. mál-, hreyfi- og félagsþroska, svo eitthvað sé nefnt. Til þess að tryggja gott skólastarf í leikskólanum þurfum við á öllu okkar hæfasta fólki að halda. Það þarf að búa svo vel um hnútana að tryggt sé að sem bestur aðbúnaður sé ávallt fyrir hendi. Að þessu hefur verið unnið ötullega undanfarin ár. Með aukinni menntun leikskólakennara og endurskoðun á lögum um leikskóla hefur mikilvægi leikskólans sem fyrsta skólastigs verið viðurkennt og fest í sessi. Árangri uppbyggingar undanfarinna ára má ekki fórna í augnabliks glundroða og fljótfærni. Nú er lag að styðja vel við leikskólann og huga að mikilvægi hans sem skjóli barna okkar fyrir áhrifum þeirra hremminga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Við þurfum á leikskólanum að halda þegar fólk missir vinnuna og áhyggjur af peningamálum hrannast upp. Þá er mikilvægt að fólk finni að það geti átt skjól fyrir börnin sín í leikskólanum. Skjól, þar sem börnin geta komið og dvalið í umhverfi þar sem hugað er að tilfinningalegu öryggi þeirra, skjól þar sem þau fá tækifæri til að vera börn í friði fyrir krepputali hinna fullorðnu, þar sem ríkir friður fyrir börnin til að læra, örugg í umhverfi sínu. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin læra að umgangast félagana af umburðalyndi og virðingu. Leikskólinn á að vera staður þar sem allir eru jafnir óháð uppruna eða efnahag. Það verður aðeins tryggt með hæfum kennurum sem starfa í þeirri fullvissu og stolti að þeirra mikilvæga starf sé metið að verðleikum, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Aldrei hefur verið mikilvægara en nú að standa saman um laun kennara. Hvar í skólakerfinu sem þeir starfa og tryggja að launin séu með þeim hætti að í kennslustörfin raðist okkar hæfasta fólk. Fólk sem er tilbúið að gera kennslu og umönnun barna að ævistarfi sínu. Höfundur er leikskólakennari.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun