Erlent

Fyrstu hjálpargögnin berast til Búrma

Fyrstu hjálpargögnin bárust í dag til Búrma.Talsmenn hjálparstofnana segja það stjórnvöldum í Búrma að kenna að þau hafi ekki borist fyrr. Óttast er að yfir eitthundrað þúsund manns hafi farist í fellibylnum sem gekk yfir landið á laugardag og milljónir manna hafa misst heimili sín.

Fréttamenn frá BBC sem eru í Búrma segja eyðilegginguna þar skelfilega. Ljóst sé að yfir eitthundrað þúsund manns hafi farist í fellibylnum sem gekk yfir á laugardag. Þá er ljóst að milljónir manna hafa misst aleiguna. Stjórnvöld í Búrma drógu það úr hömlu að veita hjálparstofnunum heimild til að lenda með hjálpargögn. Þau hafa sent frá sér upplýsingar um ástandið í landinu sem menn telja mjög ótrúverðugar. Talsmenn stjórnvalda segja að um 22 þúsund hafi látið lífið í fellibylnum og um 40 þúsund sé saknað.

Fellibylurinn kom á land yfir Bengalflóa. Vindhraðinn mældist um 195 kílómetrar á klukkustund. Bylurinn æddi yfir mjög þéttbýl svæði, þar sem þriðjungur þjóðarinnar býr.

Fyrsta flugvél með hjálpargögn frá Sameinu'uþjóðuum lenti í Búrma í dag, hún kom frá Ítalíu. Skömu síðar lögðu flugvélar upp frá Þýskalandi, þannig að í dag hefur tekist að koma fyrstu hjálpargögnunum til Búrma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×