Innlent

Össur vill Þorvald Gylfason sem seðlabankastjóra

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra lýsti því yfir á borgarafundinum í kvöld að hann myndi vilja sjá Þorvald Gylfason á stóli seðlabankastjóra. Fjölmargar spurningar komu fram á fundinum og stakk einn fundargesturinn upp á því að valinkunnir menn tækju að sér stjórn landsins uns unnt verði að kjósa síðar. Hann stakk meðal annars upp á Þorvaldi, sem var á meðal frummælanda, til þess að skipa ráðherraliðið.


Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.

Össur greip þetta á lofti og sagðist lengi hafa verið þeirrar skoðunnar að Þorvaldur ætti að vera seðlabankastjóri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.