Erlent

Grunuð um að eitra fyrir eiginmönnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort 76 ára gömul kona hafi hugsanlega eitrað fyrir manni sínum og dregið hann þannig til dauða.

Maðurinn varð þá sá fimmti í röð eiginmanna konunnar sem fallið hafa frá síðan á sjötta áratugnum. Lögregla rannsakar nú lát að minnsta kosti eins hinna fjögurra en hann lést árið 1986. Sonur síðasta eiginmannsins segist gruna konuna um græsku en hann segir föður sinn hafa farið að veikjast skömmu eftir að þau gengu í hjónaband. Hann frétti af andláti föður síns þegar hann las um það í dagblaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×