Á að fjármagna skólastarf með lánsfé? Hjalti Þór Vignisson skrifar 26. september 2008 06:00 Hjalti Þór Vignisson skrifar um fjármál sveitarfélaga Á síðustu árum hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga staðið undir meira en þriðjungi skatttekna sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin tvö ár hefur ríkið beitt sér fyrir því að efla sjóðinn og framlög úr honum hafa ásamt aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins leitt til þess að skuldir sveitarsjóðs hafa lækkað umtalsvert. Þær nema nú innan við helmingi af árlegum tekjum hans. Mikilvægi Jöfnunarsjóðs fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð er því hafið yfir allan vafa. Án Jöfnunarsjóðs er hætta á að þau sveitarfélög sem staðið hafa höllum fæti þurfi að fjármagna lögbundna grunnþjónustu á borð við leik- og grunnskóla með lánum. Eins og nú háttar til á lánamörkuðum innanlands og utan eru möguleikarnir ekki margir og kjörin sem bjóðast óhagstæð. Lántaka við núverandi aðstæður myndi aðeins leiða til vítahrings sem örðugt yrði að brjótast út úr. Það er því full ástæða til að taka undir efnisatriði yfirlýsingar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti nýverið, þar sem lögð var áhersla á að leiða til lykta samningaviðræður við ríkið um fjármál sveitarfélaga. Yfirlýsingin var send til sveitarstjórnarmanna, þingmanna og fjölmiðla. Í henni er m.a. lögð áhersla á að 1.400 milljóna króna aukaframlag til sveitarfélaga utan vaxtarsvæða verði áfram greitt í Jöfnunarsjóð eins og undanfarin ár. Ef rétt er á málum haldið á Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að geta orðið eitt besta tæki stjórnvalda til jöfnunar á lífsskilyrðum og tækifærum í landinu. Sveitarfélagið Hornafjörður teygir sig yfir meira en 200 km eftir hringveginum; frá Hvalnesskriðum í Lóni og vestur fyrir Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Á þessu stóra svæði búa 2.200 manns, þar af um 1.650 á Höfn. Fjarlægð Hafnar í Hornafirði frá öðrum stórum byggðakjörnum kallar á öfluga og víðtæka þjónustu sveitarfélagsins við íbúa þess. Í raun má segja að samfélagið í sveitarfélaginu verði að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti. Þetta hefur gengið eftir, en til að tryggja samkeppnisstöðu svæðisins gagnvart öðrum landshlutum þarf að halda vel á spilum og fjármunum. Hornafjörður leggur áherslu á að ríkisstjórnin komi myndarlega að eflingu Jöfnunarsjóðs. Aðgerðaleysi á þeim vettvangi er bein ávísun á ójöfn lífsgæði. Mörg sveitarfélög myndu ekki hafa burði til að veita þjónustu sem nútíminn krefst. Það gefur auga leið að Jöfnunarsjóður skiptir mjög miklu máli fyrir Hornafjörð. Til að sinna verkefnum sínum í víðfeðmu og strjálbýlu sveitarfélagi þarf aðra tekjustofna en fasteignagjöld og útsvar. Þjóðarsál Íslendinga endurspeglast í þeirri grundvallarkröfu að allir landsmenn njóti sömu tækifæra hlutdeildar í lífsgæðum nútímans án tillits til búsetu. Að sveigja af þeirri leið árið 2008 væri stórt skref aftur á bak. Höfundur er bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hjalti Þór Vignisson skrifar um fjármál sveitarfélaga Á síðustu árum hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga staðið undir meira en þriðjungi skatttekna sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin tvö ár hefur ríkið beitt sér fyrir því að efla sjóðinn og framlög úr honum hafa ásamt aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins leitt til þess að skuldir sveitarsjóðs hafa lækkað umtalsvert. Þær nema nú innan við helmingi af árlegum tekjum hans. Mikilvægi Jöfnunarsjóðs fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð er því hafið yfir allan vafa. Án Jöfnunarsjóðs er hætta á að þau sveitarfélög sem staðið hafa höllum fæti þurfi að fjármagna lögbundna grunnþjónustu á borð við leik- og grunnskóla með lánum. Eins og nú háttar til á lánamörkuðum innanlands og utan eru möguleikarnir ekki margir og kjörin sem bjóðast óhagstæð. Lántaka við núverandi aðstæður myndi aðeins leiða til vítahrings sem örðugt yrði að brjótast út úr. Það er því full ástæða til að taka undir efnisatriði yfirlýsingar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti nýverið, þar sem lögð var áhersla á að leiða til lykta samningaviðræður við ríkið um fjármál sveitarfélaga. Yfirlýsingin var send til sveitarstjórnarmanna, þingmanna og fjölmiðla. Í henni er m.a. lögð áhersla á að 1.400 milljóna króna aukaframlag til sveitarfélaga utan vaxtarsvæða verði áfram greitt í Jöfnunarsjóð eins og undanfarin ár. Ef rétt er á málum haldið á Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að geta orðið eitt besta tæki stjórnvalda til jöfnunar á lífsskilyrðum og tækifærum í landinu. Sveitarfélagið Hornafjörður teygir sig yfir meira en 200 km eftir hringveginum; frá Hvalnesskriðum í Lóni og vestur fyrir Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Á þessu stóra svæði búa 2.200 manns, þar af um 1.650 á Höfn. Fjarlægð Hafnar í Hornafirði frá öðrum stórum byggðakjörnum kallar á öfluga og víðtæka þjónustu sveitarfélagsins við íbúa þess. Í raun má segja að samfélagið í sveitarfélaginu verði að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti. Þetta hefur gengið eftir, en til að tryggja samkeppnisstöðu svæðisins gagnvart öðrum landshlutum þarf að halda vel á spilum og fjármunum. Hornafjörður leggur áherslu á að ríkisstjórnin komi myndarlega að eflingu Jöfnunarsjóðs. Aðgerðaleysi á þeim vettvangi er bein ávísun á ójöfn lífsgæði. Mörg sveitarfélög myndu ekki hafa burði til að veita þjónustu sem nútíminn krefst. Það gefur auga leið að Jöfnunarsjóður skiptir mjög miklu máli fyrir Hornafjörð. Til að sinna verkefnum sínum í víðfeðmu og strjálbýlu sveitarfélagi þarf aðra tekjustofna en fasteignagjöld og útsvar. Þjóðarsál Íslendinga endurspeglast í þeirri grundvallarkröfu að allir landsmenn njóti sömu tækifæra hlutdeildar í lífsgæðum nútímans án tillits til búsetu. Að sveigja af þeirri leið árið 2008 væri stórt skref aftur á bak. Höfundur er bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar