Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir á Heathtrow

Frá Heathrow. Úr myndasafni.
Frá Heathrow. Úr myndasafni. MYND/AFP

Breska lögreglan handtók í dag tvo menn á Heathrow-flugvelli vegna gruns um að þeir væru að leggja á ráðin um hryðjuverk utan Bretlands.

Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC er um að ræða tvo tvítuga menn búsetta í Lundúnum. Þeir verða leiddir fyrir dómara á morgun og ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk 17. og 18. apríl síðastliðinn en ekki kemur fram í hverju hryðjuverkin eiga að vera fólgin né hvar átti að láta til skarar skríða.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×