Farþegaþota frá Qantas flugfélaginu nauðlenti á Filippseyjum í morgun eftir að stórt gat kom skyndilega á skrokk vélarinnar og loftþrýstingur féll í farþegarýminu.
Vélin var á leið frá Hong Kong til Melbourn í Ástralíu og lækkuðu flugmennirnir flugið strax og þrýstingur féll. Lentu þeir áfallalaust á Filippseyjum. Farþegar urðu skelfingu lostnir en engan sakaði.
Verið er að rannsaka hvað gerðist, en ekki er talið að sprengja hafi verið um borð. Vélin er af gerðinni Boeing 747-400.
Erlent