Danski arkitektinn Jorn Utzon er látinn. Hann var níræður, og var banamein hans hjartaáfall.
Utzon öðlaðist frægð fyrir hönnun sína á óperuhúsinu í Sydney, sem öðlaðist í fyrra sess á heimsminjaskrá Unesco. Hann hannaði einnig þinghúsið í Kúvæt, ásamt fjölda bygginga í Danmörku.
Utzon vann keppni um hönnun óperuhússins óvænt árið 1957. Hann sagði sig frá verkinu árið 1966, sex árum áður en það var opnað, vegna deilna við aðstandendur byggingarinnar.
Arkitekt óperuhússins í Sydney látinn
