Lífið

Paul ósáttur við Led Zeppelin

Paul McCartney er ekki sáttur við að Jones og Page ætli að túra um heiminn án Robert Plant.
Paul McCartney er ekki sáttur við að Jones og Page ætli að túra um heiminn án Robert Plant.

Sir Paul McCartney hefur viðurkennt að honum lítist illa á þá hugmynd þeirra John Paul Jones og Jimmy Page að fara í tónleikaferð saman, spila Led Zeppelin-lög án þess að hafa Robert Plant. Tvíeykið tilkynnti í október að þeir hyggðust halda í tónleikaferð án Plant en auk þeirra mun sonur trymbilsins sáluga, John Bonham, skipa sveitina. Hins vegar var ákveðið að kalla umrædda sveit ekki Led Zeppelin.

Engu síður er bítillinn fyrrverandi ekki sáttur. „Þetta verður aldrei eins án Plant. Hann var hjartað í sveitinni, stóra aðdráttaraflið. Þetta er virkilega leiðinlegt,“ lét Bítillinn hafa eftir sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.