Innlent

Einn handtekinn til viðbótar vegna árásar á Mánagötu

Einn þeirra sem lögregla hefur leitað að vegna hnífstunguárásar á Mánagötu á sunnudag hefur verið handtekinn. Í fyrradag voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna sama máls en lögregla hafði fjóra pólska menn grunaða vegna málsins og voru tveir þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær til 12. september. Þriðji maðurinn er nú í yfirheyrslum en lögregla leitar enn þess fjórða.

Fórnarlambið, sem einnig er Pólverji, sagði í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag að mennirnir hefðu veitt honum áverkana eftir að hann neitaði að hleypa þeim inn í hús sitt en árásarmennirnir munu hafa verið ölvaðir. Hann sagðist jafnframt ekkert þekkja til árásarmannanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×