„Ég sakna sonar míns mjög mikið“ Breki Logason skrifar 5. júlí 2008 18:06 Paul Ramses hefur litla trú á ítölskum stjórnvöldum. Vísir náði tali af Keníamanninum Paul Ramses sem staddur er í Róm fyrir stundu. Hann er ekki bjartsýnn og segist biðja fyrir íslenskum ráðamönnum. Erfiðast þótti Paul að yfirgefa mánaðargamlan son sinn, sem hann var kannski að sjá í síðasta skipti. „Ég er mjög stressaður en að öðru leyti líður mér ágætlega," sagði Paul Ramses þegar Vísir náði af honum tali á stað sem kallaður er Sentrone á ítölsku. „Þetta lítur út eins og gistiheimili en er í raun staður fyrir flóttamenn. Hér er fólk frá Palestínu, Afghanistan og Súdan. Fólkið hér er mjög indælt og kemur vel fram við mig," sagði Paul en hann var fluttur til Ítalíu í fyrradag, án þess að yfirvöld á Íslandi fjölluðu um umsókn hans um pólitískt hæli hér á landi. Ramses segir þó að á leið sinni til Ítalíu hafi hann verið meðhöndlaður sem glæpamaður. Tveir íslenskir lögreglumenn og tveir þýskir hafi fylgt honum hvert fótmál, meira að segja þegar hann fór á klósettið í flugstöðinni. Að sögn Pauls eru næstu skref að fara með bréf á lögreglustöðina í Róm þar sem hann útskýrir mál sitt. „Við verðum að mæta mjög snemma á mánudagsmorgun, helst fyrir klukkan sjö," segir Paul en flestir sem hann hefur talað við síðan hann kom eru hissa á því hversvegna hann sé eiginlega í landinu. „Fólk spyr hversvegna ég sé ekki á Íslandi þar sem öll mín sönnunargögn eru og mínar úrskýringar. Hérna þurfa menn hinsvegar að byrja frá byrjun og ef þeir trúa því ekki hver ég er, þá óttast ég að verða sendur til Kenía." Paul var búinn að heyra af stuðningi þjóðarinnar og aðspurður um hvað honum fyndist um mótmælin við Dómsmálaráðuneytið í gær sagði Paul: „Konan mín sagði mér aðeins frá því og ég er mjög þakklátur fyrir að þetta fólk skuli standa með mér á þessari stundu. Fólk hefur líka hjálpað konunni minni og syni mínum og við biðjum fyrir þessu fólki," sagði Paul sem saknar Fídels Smára sonar síns mjög mikið. „Það hefði verið ánægjulegt að hafa hann hjá sér á þessari stundu og það var erfitt að kveðja hann. Ég fór klukkan sex um morguninn og hugsaði um að kannski væri ég að sjá hann í síðasta sinn," sagði Paul en Fídel Smári er skírður í höfuðið á knattspyrnumanninum Eiði Smára Guðjohnsen. „Ég hef verið aðdáandi Eiðs Smára síðan hann spilaði með Chelsea. Mér langaði meira að segja að bjóða honum í veislu með syni mínum áður en ég fór út, en það var ekki hægt. Það væri gaman ef einhver myndi segja honum að afrískur maður hefði skírt son sinn í höfuðið á honum," segir Paul. Aðspurður um hvernig honum hefði liðið þegar hann var sestur um borð í flugvélina úti á Keflavíkurflugvelli og óvissan ein beið hans sagði Paul: „Það var átakanlegt. Ég hugsaði um að nú væri ég að fara frá eiginkonu minni og nýfæddum syni, en einnig væri ég að yfirgefa friðsamt og fallegt land og vini sem hafa hjálpað okkur með hugsjónirnar í Kenía, hugsjónir um að byggja skóla." Og Ramses skilur ekki hversvegna íslensk yfirvöld fjölluðu ekki um mál hans. „Það var ekki hlustað á mál mitt á Íslandi, hvað þá á Ítalíu. Ég reikna með því að vera settur í hendurnar á yfirvöldum í Kenía, þar sem ég verð líklega tekinn af lífi. Ég bið fyrir þessu fólki." Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Vísir náði tali af Keníamanninum Paul Ramses sem staddur er í Róm fyrir stundu. Hann er ekki bjartsýnn og segist biðja fyrir íslenskum ráðamönnum. Erfiðast þótti Paul að yfirgefa mánaðargamlan son sinn, sem hann var kannski að sjá í síðasta skipti. „Ég er mjög stressaður en að öðru leyti líður mér ágætlega," sagði Paul Ramses þegar Vísir náði af honum tali á stað sem kallaður er Sentrone á ítölsku. „Þetta lítur út eins og gistiheimili en er í raun staður fyrir flóttamenn. Hér er fólk frá Palestínu, Afghanistan og Súdan. Fólkið hér er mjög indælt og kemur vel fram við mig," sagði Paul en hann var fluttur til Ítalíu í fyrradag, án þess að yfirvöld á Íslandi fjölluðu um umsókn hans um pólitískt hæli hér á landi. Ramses segir þó að á leið sinni til Ítalíu hafi hann verið meðhöndlaður sem glæpamaður. Tveir íslenskir lögreglumenn og tveir þýskir hafi fylgt honum hvert fótmál, meira að segja þegar hann fór á klósettið í flugstöðinni. Að sögn Pauls eru næstu skref að fara með bréf á lögreglustöðina í Róm þar sem hann útskýrir mál sitt. „Við verðum að mæta mjög snemma á mánudagsmorgun, helst fyrir klukkan sjö," segir Paul en flestir sem hann hefur talað við síðan hann kom eru hissa á því hversvegna hann sé eiginlega í landinu. „Fólk spyr hversvegna ég sé ekki á Íslandi þar sem öll mín sönnunargögn eru og mínar úrskýringar. Hérna þurfa menn hinsvegar að byrja frá byrjun og ef þeir trúa því ekki hver ég er, þá óttast ég að verða sendur til Kenía." Paul var búinn að heyra af stuðningi þjóðarinnar og aðspurður um hvað honum fyndist um mótmælin við Dómsmálaráðuneytið í gær sagði Paul: „Konan mín sagði mér aðeins frá því og ég er mjög þakklátur fyrir að þetta fólk skuli standa með mér á þessari stundu. Fólk hefur líka hjálpað konunni minni og syni mínum og við biðjum fyrir þessu fólki," sagði Paul sem saknar Fídels Smára sonar síns mjög mikið. „Það hefði verið ánægjulegt að hafa hann hjá sér á þessari stundu og það var erfitt að kveðja hann. Ég fór klukkan sex um morguninn og hugsaði um að kannski væri ég að sjá hann í síðasta sinn," sagði Paul en Fídel Smári er skírður í höfuðið á knattspyrnumanninum Eiði Smára Guðjohnsen. „Ég hef verið aðdáandi Eiðs Smára síðan hann spilaði með Chelsea. Mér langaði meira að segja að bjóða honum í veislu með syni mínum áður en ég fór út, en það var ekki hægt. Það væri gaman ef einhver myndi segja honum að afrískur maður hefði skírt son sinn í höfuðið á honum," segir Paul. Aðspurður um hvernig honum hefði liðið þegar hann var sestur um borð í flugvélina úti á Keflavíkurflugvelli og óvissan ein beið hans sagði Paul: „Það var átakanlegt. Ég hugsaði um að nú væri ég að fara frá eiginkonu minni og nýfæddum syni, en einnig væri ég að yfirgefa friðsamt og fallegt land og vini sem hafa hjálpað okkur með hugsjónirnar í Kenía, hugsjónir um að byggja skóla." Og Ramses skilur ekki hversvegna íslensk yfirvöld fjölluðu ekki um mál hans. „Það var ekki hlustað á mál mitt á Íslandi, hvað þá á Ítalíu. Ég reikna með því að vera settur í hendurnar á yfirvöldum í Kenía, þar sem ég verð líklega tekinn af lífi. Ég bið fyrir þessu fólki."
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira