Innlent

Á 142 km hraða með mánaðar gamalt próf

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði snemma í kvöld ökumann á Reykjanesbraut á 142 km hraða. Hann reyndist nýorðinn 17 ára og hafði eingöngu haft ökuskírteini sitt í tæpan mánuð. Hann á von á 90 þúsund króna sekt auk þriggja punkta í ökuferilskrá.

Þá var ökumaður á Reykjanesbrautinni handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur kvöld. Enn fremur voru fimm ökumenn til viðbótar kærðir hraðakstur á Reykjanesbraut rétt fyrir miðnætti. Sá sem hraðast ók var á 129 km hraða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×