Innlent

Sex handteknir við húsleit í miðbænum

Breki Logason skrifar
Tilkynnt var um innbrot í hús í miðbæ Reykjavíkur um hálf fjögur leytið í dag. Þegar á staðinn var komið ákvað lögreglan að gera húsleit og voru sex aðilar handeknir í kjölfarið. Lítilræði af fíkniefnum fannst í húsinu en innbrotið mun hafa átt sér stað snemma í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð töluverð vinna úr þessu en þeir handteknu eru allt íslendingar. Einn þeirra er nokkuð þekktur úr fíkniefnaheiminum en hinir ekki.

Mennirnir voru fluttir í fangageymslur lögreglunnar og verða yfirheyrðir í kjölfarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×