Innlent

Harður árekstur bifhjóls og bifreiðar á Suðurgötu

Ökumaður bifhjóls var fluttur á sjúkrahús með beinbrot eftir árekstur við bifreið til móts við Háskólabíó og íþróttahús Háskóla Íslands á Suðurgötu. Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í kvöld og var áreksturinn allharður. Ökumann bifreiðarinnar mun ekki hafa sakað í árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×