Innlent

Fiskibátur í vandræðum út af Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður.

Vélin bilaði í litlum fiskibáti út af Hafnarfirði undir morgun og kölluðu bátsverjar á aðstoð. Björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði var mannaður og sendur út til að sækja bátinn og kom hann með hann í togi til Hafnarfjarðar skömmu síðar. Ekkert amaði að mönnunum tveimur, sem voru um borð í fiskibátnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×