Lífið

Svíar fengu kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og Pernilla Sandstrom framleiðandi hljóta kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið.

Ein kvikmynd frá hverju norðurlandi er tilnefnd, og keppti Brúðgumi Baltasars Kormáks fyrir Íslands hönd.

Myndin var frumsýnd í Cannes 2007, þar sem hún tók þátt í Un Certain Regard keppninni. Sama ár var kvikmyndin valin sem framlag Svía til Óskarsverðlaunanna. Hún vann einnig til Gullþrennu verðlaunanna á árinu 2008 (besta kvikmyndin, besti leikstjórinn, besta handritið), fékk silfurverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Chicago og var tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.