Sveitarfélög ganga hart að skuldurum 21. desember 2008 08:00 Meðal þess sem sveitarfélög senda í milliinnheimtufyrirtæki eru vangoldin gjöld fyrir skólamáltíðir. fréttablaðið/stefán Skuldir þúsunda einstaklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, til dæmis Intrum eða Momentum. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. Ýmiss konar gjöld eru í innheimtu; fasteignagjöld, gatnagerðargjöld, leikskólagjöld, gjöld fyrir frístundaheimili og skólamáltíðir í grunnskólum, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Reykjavík eru 6.000 kröfur í innheimtu hjá Momentum og útistandandi skuldir nema 570 milljónum króna. Fjöldi greiðenda gæti verið minni þar sem hver og einn gæti átt fleiri en eina skuld. Í Kópavogi eru skuldir 98 einstaklinga í innheimtu upp á 6,3 milljónir króna. Þar að auki eru 23 fyrirtæki. Aðeins er ein krafa á hvern greiðanda samkvæmt upplýsingum frá bænum. Akureyrarbær á útistandandi 37 milljónir í ógreiddum gjöldum sem eru í innheimtu. Fjöldi mála er 774, en þær kröfur deilast á 368 einstaklinga. Stærstur hluti upphæðarinnar, um 17 milljónir, er vegna fasteignagjalda, en 6,5 milljónir vegna leik- og grunnskóla. Í Garðabæ eru 70,2 milljónir í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, í 113 kröfum á 85 einstaklinga. Í flestum tilfellum er um að ræða fasteignagjöld, en stærsta krafan er vegna gatnagerðargjalda. Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta að senda gatnagerðargjöld í milliinnheimtu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að ástæða þess að ekki sé skipt við innheimtufyrirtæki þar á bæ sé tvíþætt. Reiknað hafi verið út að varðandi vanskil á fasteignagjöldum sé hagkvæmara að sveitar-félagið innheimti sjálft dráttarvexti. „Svo er um að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, félagsíbúðir, skólamáltíðir og fleira. Þetta er mjög vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær. Það getur þurft að taka tillit til sérstakra aðstæðna og þá má ekki vera þessi fjarlægð.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Skuldir þúsunda einstaklinga við sveitarfélag sitt eru í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, til dæmis Intrum eða Momentum. Í slíkri innheimtu bætist við kostnaður fyrir skuldarann. Hafnarfjörður er eina sveitarfélagið af þeim fimm stærstu sem skiptir ekki við slík fyrirtæki. Ýmiss konar gjöld eru í innheimtu; fasteignagjöld, gatnagerðargjöld, leikskólagjöld, gjöld fyrir frístundaheimili og skólamáltíðir í grunnskólum, svo eitthvað sé nefnt. Hjá Reykjavík eru 6.000 kröfur í innheimtu hjá Momentum og útistandandi skuldir nema 570 milljónum króna. Fjöldi greiðenda gæti verið minni þar sem hver og einn gæti átt fleiri en eina skuld. Í Kópavogi eru skuldir 98 einstaklinga í innheimtu upp á 6,3 milljónir króna. Þar að auki eru 23 fyrirtæki. Aðeins er ein krafa á hvern greiðanda samkvæmt upplýsingum frá bænum. Akureyrarbær á útistandandi 37 milljónir í ógreiddum gjöldum sem eru í innheimtu. Fjöldi mála er 774, en þær kröfur deilast á 368 einstaklinga. Stærstur hluti upphæðarinnar, um 17 milljónir, er vegna fasteignagjalda, en 6,5 milljónir vegna leik- og grunnskóla. Í Garðabæ eru 70,2 milljónir í innheimtu hjá innheimtufyrirtækjum, í 113 kröfum á 85 einstaklinga. Í flestum tilfellum er um að ræða fasteignagjöld, en stærsta krafan er vegna gatnagerðargjalda. Tekin hefur verið sú ákvörðun að hætta að senda gatnagerðargjöld í milliinnheimtu. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að ástæða þess að ekki sé skipt við innheimtufyrirtæki þar á bæ sé tvíþætt. Reiknað hafi verið út að varðandi vanskil á fasteignagjöldum sé hagkvæmara að sveitar-félagið innheimti sjálft dráttarvexti. „Svo er um að ræða alls kyns viðkvæma innheimtu, félagsíbúðir, skólamáltíðir og fleira. Þetta er mjög vandmeðfarið og við viljum stýra því hvernig meðferð hvert mál fær. Það getur þurft að taka tillit til sérstakra aðstæðna og þá má ekki vera þessi fjarlægð.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent