Innlent

Reykskynjari vakti íbúa í tæka tíð

MYND/ANTON BRINK

Reykskynjari vakti húsráðanda í einbýlishúsi við Laufbrekku í Kópavogi laust fyrir klukkan fimm í morgun og forðaði hann sér út óskaddaður. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði eldur í eldhúsi og reykur var um allt hús.

Slökkvistarf tók skamma stund en eldurinn mun hafa kviknað út frá potti á eldavél, sem húsráðandi gleymdi að slökkva undir. Þetta er önnur nóttin í röð þar sem reykskynjari vekur fólk í brennandi húsum í tæka tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×