Innlent

Fundu ferðamann heilan á húfi

Björgunarsveitarmenn fundu erlendan ferðamann heilan á húfi í hlíðum Mundafells, austan við Heklu um klulkkan hálf sex í morgun. Maðurinn varð viðskila við samferðafólk sitt síðdegis í gær þegar þoka lagðist yfir Heklu og kallaði það á aðstoð undir miðnætti.

Björgunarsveitir voru þegar sendar frá Hellu og Hvolsvelli og sveitir víða að voru á leiðinni á vettvang, þegar maðurinn fanst. Þá var einnig búið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, en beiðnin var afturkölluð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×