Innlent

Fjármálastjóri Garðabæjar dró sér níu milljónir

Fjármálastjóri Garðabæjar hefur látið af störfum eftir að í ljós kom að hann hefði dregið sér 9,2 milljónir króna á nokkurra mánaða tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarstjóra Garðabæjar.

Þar segir einnig að málið hafi komist upp við reglubundið innra eftirlit. Fjármálastjórinn hafi gengist við því að um óheimila ráðstöfun hafi verið að ræða og látið af störfum. Hefur hann þegar undirritað greiðslutryggingu til Garðabæjar vegna þessa máls.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðarbæjar, sagði í samtali við Vísi að upp hefði komist um málið í gær. Unnið hefði verið að því í gær og í dag. Hann sagði að fjármálastjórinn hefði fært upphæðir úr bókhaldi bæjarins inn á eigin reikning. Gunnar sagði að búið væri að tilkynna málið til viðeigandi yfirvalda sem færu með rannsókn þess.

Fjármálastjórinn, sem heitir Alfreð Atlason, hefur unnið sem slíkur frá árinu 2003. Hann var áður bæjarbókari Garðabæjar en við því starfi tók hann tveimur árum fyrr. Alfreð er gjaldkeri Bandalags íslenskra skáta.
























Fleiri fréttir

Sjá meira


×