Innlent

Handtekinn í Keflavík með hylki innvortis

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli tók í gær tvítugan Litháa, sem grunaður er um að hafa reynt að smygla hingað miklu af fíkniefnum innvortis. Fréttastofa Sjónvarps greindi frá þessu í kvöldfréttatíma sínum.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar kom maðurinn með flugi frá Amsterdam í gær og var stöðvaður í reglubundnu eftirliti tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Við röntgenmyndatöku komu í ljós tuttugu til þrjátíu aðskotahlutir í meltingarvegi mannsins og er nú beðið þess að þeir skili sér úr manninum.

Ekkert er vitað hvaða efni eru í hylkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×