Erlent

Hvolpur smitar þrjá af hundaæði

Hvolpurinn á myndinni tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.
Hvolpurinn á myndinni tengist fréttinni ekki á nokkurn hátt.

Þrír Bretar eru nú í meðferð við hundaæði eftir að sýktur hvolpur glefsaði í þá. Hvolpurinn var í sóttkví en hann hafði nýverið verið fluttur inn til Bretlands frá Sri Lanka. Bretland er talið laust við þennan skæða kvilla og því er málið litið alvarlegum augum. Óttast var að fjórir aðrir hundar í stöðinni væru einnig sýktir og hafa öll dýrin verið svæfð.

Hundaæði getur mögulega dregið fólk til dauða en það gerist þó ekki nema viðeigandi læknishjálp berist ekki í tæka tíð.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×