Innlent

Þrír í haldi vegna hnífstungu á Hverfisgötu

Atburðurinn átti sér stað á mótum Hverfisgötu og Lækjargötu eða þar í grenndinni.
Atburðurinn átti sér stað á mótum Hverfisgötu og Lækjargötu eða þar í grenndinni.

Þrír menn eru í haldi lögreglu grunaðir um aðild að hnífsstungu aðfaranótt föstudagsins fyrir verslunarmannahelgi. Þá var ráðist á erlendan karlmann á mótum Hverfisgötu og Lækjargötu og hann stunginn djúpri stungu í bakið. Atburðurinn náðist á öryggismyndavél.

Tveir íslendingar voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og í gærkvöldi var þriðji maðurinn handtekinn grunaður um aðild. Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Friðrik Smári staðfestir einnig í samtali við Vísi að atburðurinn hafi náðst á öryggismyndavél sem staðsett er í grenndinni. Hann segir fórnarlambið hafa verið útskrifað af sjúkrahúsi en á tímabili var óttast um líf þess.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×