Erlent

Mótmæli í Caracas

MYND/AFP

Hugo Chavez, forseti Venesúela, er umdeildur maður og enn á ný valda aðgerðir hans á forsetastóli deilum í landinu. Í nótt voru kröftug mótmæli á götum höfuðborgarinnar Caracas gegn áformum forsetans um að banna ákveðnum stjórnmálamönnum að bjóða sig fram að nýju en nokkir mánuðir eru til sveitarstjórnakosninga í landinu .

Banninu var komið á af sérstakri spillingarnefnd sem forsetinn kom á laggirnar og hefur hæstiréttur landsins staðfest bannið, þrátt fyrir að enginn þeirra stjórnmálamanna sem bannið nær til hafi verið dæmdir fyrir spillingu. Þeir eru hins vegar nær allir í stjórnarandstöðufliokkum á þinginu í Venesúela.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×