Innlent

Magnús inn í skipulagsráð í stað Ólafar Guðnýjar

Magnús Skúlason deilir skoðunum með borgarstjóra í skipulagsmálum.
Magnús Skúlason deilir skoðunum með borgarstjóra í skipulagsmálum. MYND/Vilhelm

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að Magnús Skúlason kæmi inn í skipulagsráð borgarinnar sem fulltrúi borgarstjóra og hans flokks í stað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra.

Fjórir fulltrúar meirihlutans greiddu atkvæði með þeirri tillögu borgarstjóra en minnihlutinn sat hjá. Nokkur styr hefur staðið um þessa ákvörðun borgarstjóra en hún varð ljós eftir að Ólöf Guðný sagðist vildu bíða með að tjá sig um byggingu Listaháskólans við Laugaveg þar til skipulagsráð hefði fjallað um málið. Fram hefur komið í fréttum að Ólöf Guðný útiloki ekki skaðabótamál á hendur borginni en lögspekingar hafa sagt að ákvörðun borgarstjóra geti brotið í bága við sveitarstjórnarlög.

Þá var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í borgarráði að Sóley Tómasdóttir og Hermann Valsson úr minnihlutanum hefðu sætaskipti í íþrótta- og tómstundaráði og leikskólaráði. Sóley fer í það fyrrnefnda í Hermann í leikskólaráð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×