Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ferðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til að sækja konu í Reykjadal í hádeginu í dag. Konan var við göngu skammt frá Hellisheiði ásamt hópi erlendra ferðamanna.

Talið var að konan hefði fótbrotnað eftir að hún missteig sig en í ljós kom að hún var eingöngu tognuð.

Erfitt er að komast að svæðinu á bíl og því var ákveðið að óska eftir þyrlu.

Fréttastofa Útvarps greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×