Innlent

Hvetur fólk til að mótmæla framferði Kínverja gagnvart geðfötluðum

Svanur Kristjánsson, formaður Geðhjálpar.
Svanur Kristjánsson, formaður Geðhjálpar.

Svanur Kristjánsson, formaður Geðhjálpar, hvetur fólk til að taka þátt í þöglum mótmælum sem samtökin Hugarafl hafa boðað til við kínverska sendiráðið við Víðimel klukkan eitt á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Geðhjálp.

Ætlunin er að mótmæla þeirri ákvörðun kínverskra stjórnvalda að neita geðfötluðum að sækja Ólympíuleikana í Peking sem verða einmitt settir á morgun. Í tilkynningu frá Hugarafli í gær kom fram að samtökin telji kínversk stjórnvöld brjóta mannréttindi með þessum gjörningi en þau hafi lofað að virða mannréttindi fengju Kínverjar að halda Ólympíuleikana.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×