Innlent

Á 147 km hraða á Hringbraut

MYND/GVA

Tæplega fjögur prósent ökumanna sem óku um gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu á þriðjudag og í gær óku of hratt samkvæmt mælingum lögreglunnar.

Á rúmlega 23 klukkustundum fóru um 11.700 ökutæki um gatnamótin vestur Hringbraut og náðu hraðamyndavélar myndum af brotum um 430 ökumanna. Hámarkshraði á staðnum er 60 kílómetrar á klukkustund en 80 hinna brotlegu óku á yfir 80 kílómetra hraða. Sá sem hraðast ók mældist á 147 kílómetra hraða eða ríflega tvöföldum hámarkshraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×