Erlent

Yfir 100 fórust í olíusprengingu í Nígeríu

Að minnsta kosti 100 manns létu lífið er stór olíuleiðsla sprakk í loft upp í einu af úthverfum Lagos höfuðborgar Nígeríu.

Olíuleiðslan sprakk seint í gærkvöldi eftir að jarðýta rakst utan í hana. Nú undir morgun var búið að ráða niðurlögum eldsins en hann læsti sig í nærliggjandi heimili og skóla. Óttast er að flest börnin í skólanum hafi farist.

Slys af þessu tagi eru algeng í Nígeríu þar sem olíuleiðslur liggja víða um íbúðahverfi og fólk þar reynir að stela sér eldsneyti með því að rjúfa gat á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×